Þrátt fyrir að Mubla hafi lengi verið að gera við húsgögn þá höfum við aldrei auglýst eða verið hægt að nálgast okkur nema í gegnum vini eða vandamenn. Nú verður breyting á, ætlun okkar með þessari síðu er að gera viðskiptavinum okkar kleift að nálgast okkur á auðveldan og einfaldan máta. Við viljum að viðskiptavinurinn fái nákvæmlega það sem hann bað um, á því verði sem sett var upp. Við viljum ekki að upplifunin af viðskiptum við okkur verði að þeir séu að láta okkur fá óútfylltan tékka, frekar viljum við að allt sé gegnsætt og allir gangi sáttir frá borði.

Ætlun okkar er einnig að láta inn færsur af spennandi verkefnum sem við erum að gera og að sama skapi skrifa fræðandi greinar um húsgagnaviðhald sem vonandi sem flestir hafa gagn og gaman af.

Ást og friður,
Starfsfólk Mublu